Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, February 19, 2006


Svefnstellingar eru stundum skemmtilegar :-) Posted by Picasa


Ormurinn langi vafinn um herramann Posted by Picasa

Þyrnirósarstrákur

Steingrímur svaf eins og engill í nótt, þrátt fyrir að fullur karl hafi hringt dyrabjöllunni ruddalega kl. 5 í morgun (grrr). Hann borðaði morgunmatinn af sæmilegum áhuga, og fór svo að leika sér. Hann sofnaði svo rétt um tíu og svaf til rúmlega 12. Hann borðaði mjög vel í hádeginu, engin vandræði, og drakk vel. Eftir hádegið skelltum við okkur í Smáralindina til að kaupa hárblásara handa Hildu. Eftir stuttan stopp í Hagkaup hittum við pabba og mömmu herrans sem voru í kaupatúr :-) Við fórum næst í heimsókn til Steingerðar systur þar sem Steingrímur fékk góða köku að borða (engin vandræði að fá hann til að borða hana :-)) og fékk líka koss frá Freyju hundi. En Þyrnirós litla var ekki búin með 100 ára blundinn, augun lokuðust þegar kakan var búin. Þegar kominn var tími til að fara heim rumskaði hann ekki þegar ég var að klæða hann í, opnaði aðeins augun þegar ég setti hann inn í bíl en svaf alla leiðina heim !! Ótrúlega sybbinn ! Hann opnaði fyrst augun þegar ég stoppaði fyrir utan húsið heima. Hann var ánægður með að koma heim og skreið strax að næsta skáp og reisti sig upp :-) Duglegi strákur !

Saturday, February 18, 2006


Loksins sofnaður sætt úti í horni ! Posted by Picasa


Að sleikja rúmið ! Posted by Picasa


Að ganga hringinn og gnísta tönnum, uuugh ! Posted by Picasa


Stendur með aðra höndina til stuðnings Posted by Picasa


Ný rúmföt, sæng og koddi Posted by Picasa

Fjör í rúmi

Hæ hæ og hó. Steingrímur skemmti sér konunglega í rúminu í hálftíma áður en hann sofnaði. Hann prófaði að sleikja netið í rúminu og krafsa í það, standa upp, hnoðast í sænginni, ganga hringinn, fara á milli hliða osfrv. Að lokum sofnaði hann í fyndinni stellingu úti í horni :-) Myndirnar tala sínu máli :-)


Óli skoðar snuddufestuna, skömmu síðar reyndi hann að stela græjunni :-) Posted by Picasa


ÓIi klappar Steingrími :-) Posted by Picasa


Snuddukarlar Posted by Picasa


Óli kíkir á Steingrím, sem hvílir sig í sófanum Posted by Picasa


Með spenntar greipar :-) Posted by Picasa

Óli Lokbrá er besti vinur Steingríms

Þessi dagur hefur verið alger svefndagur. Steingrímur vaknaði kl. 7 og var bara hress. Hann var hinsvegar ekkert hrifinn af því að borða morgunmat og það var því nokkur barátta að koma í hann lyfjunum. Það tókst þó að lokum og þá fór hann að leika sér. Klukkan 8:45 sofnaði hann aftur. Ég ákvað að leggja mig með honum og við lágum saman í rúminu mínu. Ímyndið ykkur undrun mína þegar ég vakna við símann kl. 11:30 og Steingrímur er enn steinsofandi við hliðina á mér !!!! Hann borðaði ágætlega í hádeginu, 1 sneið af lifrarpylsu og soðið grænmeti. Hann sofnaði svo aftur kl. 1 og svaf til kl. 3 !!!! Við fórum í Rúmfatalagerinn og keyptum sæng, kodda og ný rúmföt. Herrann sofnar því í Care Bear rúmi í kvöld, á rúmfötum nýkomin úr þurrkaranum, heit og mjúk :-) Svo fórum við í heimsókn til Óla, Steinars og co. Þar var Steingrímur alger stjarna, reisti sig upp við sófann og gekk með, skreið um allt og var rosalega duglegur ! Óli spjallaði við hann, og reyndi að stela snuddunni hans :-) Svo fórum við heim á leið. Ekki gekk vel í fyrstu að fá herrann til að borða, en að lokum samþykkti hann banana, og át heilan banana og pínu nautahakk með pasta. Er nú að hamast í rúminu, gengur hringinn og krafsar í hliðarnar :-) Kannski að Óli Lokbrá, sem hefur verið hans besti vinur í dag, kíki við fljótlega ?

Friday, February 17, 2006


Chill chill chill Posted by Picasa


Gnístir tönnum Posted by Picasa


Hummm, vill komast á borðið Posted by Picasa

Idol gláp hjá Sif og Örnu

Við Steingrímur brunuðum frá Mosó og beint í Mávahlíð til Örnu og Sifjar. Steingrímur fékk lifrakæfu og jógúrt í matinn. Lyfin fóru beint niður í fyrstu tilraun, ómulin. Hvernig tókst mér það ?? Jú, það er kannski uppeldislega rangt..... en.... lyfin fóru niður með súkkulaði. Já herrar mínir og frúr, í heilu lagi runnu þær niður með Mars súkkulaði. Svo var bara borðað ágætlega á eftir. Stundum helgar tilgangurinn meðalið, þó svo þarna sé um nammi að ræða mætti grípa til þessa ráðs ef erfitt er að fá hann til að gleypa lyfin. Steingrímur var mjög hress, skreið út um allt og reisti sig upp við borð og stóla. Hann reisti sig alveg upp við stól, gekk meðfram honum og reyndi að flytja sig yfir á borðið. Það var aðeins of lang á milli, svo hann færði sig til baka. Var mjöög duglegur. Herrann sofnaði um kl. hálf 10, og sefur enn eins og dúkka :-)