Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, February 29, 2008


En svo skellti hann sér upp á dýnuna og hossaði sér af fullum krafti :) Vííí!


Að leika sér við dýnuna

Dauðþreyttur lítill gaur

Það var aldeilis flottheit í dag, mamma kom með að sækja herrann á leikskólann. Við mættum inn í salinn og sáum hann reyna að stinga af inn í annað herbergi. Opnaði hurðina sjálfur og allt, verður æ betri í að stinga af :) Mamman skilaði okkur heim í Skipholtið og unginn tölti strax af stað um allt. Eldhúsið var skoðað vandlega og klósettið líka. Ég fór að ryksuga og þá elti mig einhver og hreinlega vafði sig utan um ryksuguna ! Lagðist svo í veg fyrir hana á mottunni :) Gunna vinkona kom svo í heimsókn með strákana sína og var alveg dolfallinn yfir því hvað hann er orðinn duglegur að labba. Steingrímur montaði sig heilmikið, labbaði um með hendina niður í buxunum að aftan, stoppaði og klóraði sér í kollinum og sýndi vel hvað hann er orðinn öruggur að ganga. Gæi! Strákarnir drógu fram gömlu dýnuna hennar Hildu og fóru að leika, Steingrími fannst það ekki slæm hugmynd, skellti sér upp á dýnuna og hossaði sér :). Hann borðaði plokkfisk í kvöldmat, en lystin var ekki eins góð og oft áður. Borðaði "bara" hálft box :) En kortér í sjö var minn örmagna !! Hann steinsofnaði fimm mínútur í sjö. Mig grunar að sumir munu vakna snemma...

Sunday, February 10, 2008



Rowr!! Villidýr ræðst á púðann minn!



Afslappaður í stólnum mínum



Hress yfir að fá nýja bleyju :D

Góður dagur hjá litla karli

Jæja, þessi dagur var mun betri en gærdagurinn. Hann vaknaði rúmlega 7, kátur og hress og skældi ekkert. Borðaði morgunmat og var svo á röltinu allan morguninn. Hann borðaði 2 diska af ýsu með kartöflum í hádeginu og var svo í banastuði allan daginn. Upp úr kl. 6 fór hann að verða ansi þreyttur og þegar ég var að gefa honum kvöldmatinn var hann eiginlega sofandi. Sofnaði kl. rúmlega 7 og sefur sætt. Er mun betri af kvefinu og hressari í alla staði.

Saturday, February 09, 2008


Slappað af í hægindastól, valdi sama lit og hann á hjá mér!

Slappað af inni í gestaherberginu

Á röltinu hjá mömmu













Órólegur dagur

Unginn vaknaði kl. 6 og skældi í um klukkutíma. Hann borðaði ekki vel af morgunmatnum og var órólegur allan morguninn, vildi lítið gera annað en að leggjast niður og skældi oft. Hann brá sér aðeins inn í herbergið hennar Hildu og gekk meðfram rúminu hennar. Hún rumskaði og hélt fyrst að þetta væri kanínan. Hann borðaði ágætlega í hádeginu, en ekki svo mikið. EFtir hádegið fórum við til mömmu og hittum þar Sif og Örnu Ösp. Steingrímur brunaði um allt heima hjá mömmu og kom sér svo fyrir í gestaherberginu og vildi ekki fara þaðan. Varð bara fúll þegar ég kom inn og truflaði hann. Svo fórum við heim rétt um fimm en þá var hann alveg að sofna. Hann vaknaði upp þegar ég bar hann inn úr bílnum og grét í tvo tíma. Hann borðaði lítið í kvöldmatinn og sofnaði skömmu eftir það. Hann er mjög stíflaður og kvefaður, sennilega það sem er að angra hann. Hrýtur eins og togarasjómaður!

Friday, February 08, 2008

Á rölti í eldhúsinu

Sprækur karl á fullri ferð

Það var ekkert smá gaman að sjá strákinn þegar ég kom upp í Mosó að sækja hann í dag. Hlæjandi að leika við pabba og labbandi um öll gólf með fullkomnu sjálfsöryggi. Orðinn svo klár í labbinu að það er engu lagi líkt. Hann var alveg að sofna þegar við fórum en vindur upp á 20 m/s í andlitið vakti hann harkalega! Við fukum hreinlega heim og vorum fegin að haldast á veginum. Það var gaman að sjá andlitið á Hildu þegar ég setti hann niður og hann labbaði inn í stofu. Það er eitt að heyra að hann sé farinn að labba, annað að sjá það í fyrsta skipti. Minn borðaði svo hálfan pakka af Gríms plokkfiski og var svo drifinn í náttfötin. Hann tölti fyrst aðeins um en gekk svo að rúminu og horfði ofan í það. Ég tók hann og setti hann í rúmið og hann lagðist strax niður á koddann. Hann spjallaði samt í um kortér í rúminu en sofnaði rétt fyrir átta og sefur sæll hér við hliðina á mér :)